Velkominn(n) į vef Gešhjįlpar
sunnudagur, 26 aprķl 04 2015
A A A
Samfélagsleg śrręši

Þjónustutilboðum er raðað eftir stafrófsröð, án tillits til hver rekur það og hvar það er staðsett á landinu.

1717
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er gjaldfrjáls sími sem er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða, þunglyndis, depurðar, efnahagsáhyggna eða sjálfsvígshugsana. Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem óskar eftir stuðningi.
Heimasíða: Rauði krossinn

Ásheimar  Egilsstöðum                                                                                                                                   

Mann og geðræktarmiðstöðin Ásheimar er athvarf fyrir einstaklinga sem hafa einangrast félagslega. Ásheimar eru til húsa í Miðvangi 22, Egilsstöðum (kjallari, gengið inn í húsið bakatil) S: 470-0795470-0795                                                                                                                              Frekari upplýsingar má finna HÉR

Björgin
Staðsetning: Suðurgata 12 og 15,  Reykjanesbæ. Sími 420-3270420-3270
Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingar-úrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda. Endurhæfingin er einstaklingsbundin og er helsta markmið hennar að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar.
Heimasíða: Björgin

Dvöl
Staðsetning: Reynihvammur 43, Kópavogi. Sími 554-1260554-1260.
Gestir koma í athvarfið á eigin forsendum eða með stuðningi annarra og njóta þeirrar þjónustu sem í boði er. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna, en jafnhliða eru gestir aðstoðaðir við að leita nýrra leiða, sé þess óskað. Dvöl er athvarf en ekki meðferðarstofnun þar sem gestir og aðstandendur geta fengið góð ráð hjá starfsmönnum ef þeir óska þess.
Heimasíða: Dvöl

Fjölmennt                                                                                                                                          Staðsetning í Reykjavík, Akureyri og Selfossi. 
Námstilboð fyrir einstaklinga með geðraskanir. Fjölmennt er miðstöð símenntunar sem þjónar fötluðu fólki 20 ára og eldra.
Hlutverk Fjölmenntar byggist á markmiðsgrein skipulagsskrár (3. gr.), og einnig á alþjóðlegum samþykktum, svo sem Grunnviðmiðum Sameinuðu þjóðanna, Salamanca-yfirlýsingunni (einkum gr. 56 og 57) og markmiðsgrein gildandi laga um málefni fatlaðra. Fjölmennt býður fjölþætta símenntun og ráðgjöf í þeim tilgangi að auka lífsgæði og almenna lífsleikni
Heimasíða: Fjölmennt 

Geðverndarfélag Íslands 
Staðsetning: Hátún 10, Reykjavík. Sími: 55255085525508. Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Félagið rak um tíma tvö vernduð heimili fyrir 3 heimilismenn hvort, 3 karla í Asparfelli og 3 konur í Ásholti í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur nú tekið við þessum einstaklingum. Félagið rekur áfangaheimili að Álfalandi í Reykjavík, en þar búa 7 einstaklingar og 1 þar að auki í lítilli íbúð í húsinu. Geðverndarfélagið á íbúð á Kleppsvegi sem félagið lánar Landspítalanum, Barna- og unglingageðdeild, endurgjaldslaust til afnota fyrir foreldra geðverikra barna utan af landi.                                                                                                                                                   Heimasíða: Geðvernd

Grófin Geðverndarmiðstöð Akureyri.  
Markmið starfseminnar er að skapa tækifæri fyrir fólk með geðraskanir til að vinna í sínum bata. Heimasíða:  Grófin                                                                                                 

Hlutverkasetur.
Staðsetning: Borgartúni 1 (inngangur sjávarmegin) , Reykjavík. Sími: 517-3471517-3471 / 695-9285695-9285
Starfsfólk Hlutverkaseturs veitir hvatningu og stuðning í gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni til að aðlagast breyttum aðstæðum. Í Hlutverkasetrinu starfa m.a. iðjuþjálfar ásamt einstaklingum sem hafa mikla lífsreynslu og sjálfboðaliðar í mannrækt.
Heimasíða: Hlutverkasetur

Hugarafl 
Staðsetning: Borgartúni 22, Reykjavík. Sími: 414-1550414-1550.
Stofnað í júní 2003 af notendum í bata, sem átt hafa við geðræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Hugarafl starfar samkvæmt hugmyndafræði valdeflingar(empowerment) og öll vinna fer fram á jafningjagrundvelli. Markmið Hugarafls er að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustu, miðla notendasýn, vinna að verðmætasköpun, skapa hlutverk og vinna gegn fordómum með sýnileika og stuðla að atvinnusköpun með því að þróa þjónustu út frá reynslu notenda.
Heimasíða: Hugarafl
Tölvupóstur: hugarafl(hja)hugarafl.is

HVER- Akranesi                                                                                                                 Endurhæfingarhúsið Hver er staðsett á Suðurgötu 57, 300 Akranesi. S: 431 2030431 2030. Hver er ætlað fyrir einstaklinga sem hafa dottið út úr sínum hlutverkum í lífinu vegna veikinda, slysa eða áfalla.

Klúbburinn Geysir 
Staðsetning: Skipholti 29, Reykjavik. Sími 551-5166551-5166. Opnunartími er frá 8:30 til 16:00.
Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Fountain House sem byggir á markvissri uppbyggingu á hæfileikum og getu einstaklingsins. Við trúum því að með því að gefa hverjum félaga tækifæri á því að nýta sínar sterkustu hliðar, séum við að þjálfa viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu.
Heimasíða: Geysir

Klúbburinn Strókur
Staðsetning: Skólavöllum 1, Selfossi. S: 482 1757482 1757
Strókur er klúbbur fyrir fólk með geðræna sjúkdóma og er byggður upp á sama hátt og klúbburinn Geysir í Reykjavík. Hugmyndafræði klúbbsins má lesa á heimasíðu Geysis . Annars er hugmyndafræðin í stuttu máli sú að fólk er frjálst að ganga í klúbbinn og ræður hversu virkt það er. Starfsemin er þannig að það er vinnumiðaður dagur, þar sem fólk fær verkefni eftir þeirra þörfum og getu.
Heimasíða: Strókur

Kompan
Staðsetning: Miðvang 22 , Egilsstöðum.
Geðræktarmiðstöð og athvarf fyrir einstaklinga með geðraskanir.                                     Upplýsingar

Laut
Staðsetning: Brekkugata 34, Akureyri, sími 462-6632462-6632.
Laut er fyrir þá sem finna ef til vill fyrir einmanaleika og einangrun, langar að hafa eitthvað fyrir stafni, sinna áhugamálum sínum eða bara komast í góðan félagsskap
Heimasíða: Laut

Lækur
Staðsetning: Hörðuvellir 1, Hafnarfirði, simi 566-8600566-8600.
Markmið með starfseminni er að auka lífsgæði og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan svo og hæfni í daglegri virkni.
Heimasíða: Lækur

Setrið
Staðsetning: Árgata 12, Húsavík, sími 464-1740464-1740 
Setrið, geðræktarmiðstöð er batahvetjandi stuðningsúrræði fyrir einstaklinga innan Þingeyjarsýslu sem búa, eða hafa búið við geðraskanir, atvinnuleysi og/eða alvarleg veikindi með þeim afleiðingum að lífsgæði þeirra hafa skerst.
Heimasíða: Setrið

Sjónarhóll 
Staðsetning: Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík. Sími: 535-1900535-1900
Að Sjónarhóli- ráðgjafarmiðstöð standa eftirfarandi samtök: ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum.
Með stofnun Sjónarhóls rættist margra ára draumur um faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Sjónarhóll verður miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt verður að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu sem hingað til hefur verið dreifð um borg og bæi.
Heimasíða: Sjónarhóll

Vin
Staðsetning: Hverfisgata 47, Reykjavík. Sími 561-2612561-2612
Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir, rekið af Rauða krossi Íslands. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr endurinnlögnum á geðdeildir, efla þekkingu okkar og annara á málefnum geðsjúkra og skapa umhverfi þar sem gagnkvæm virðing og traust ríkir og tekið er tillit til hvers og eins.
Heimasíða: Vin

Žjónustukort
Dagatal
« Aprķl - 2015 »
S M Ž M F F L
2930311234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293012
«
»

Við erum á  

Opnunartími: 9:00-15:00 mánudaga til fimmtudaga, 9:00-12:00 föstudaga. Lokað um helgar.

© 2009-2013 Allur réttur áskilinn Geðhjálp